• Velkomin öll til starfa, bæði "gamlir" nemendur sem nýjir!

  Nú eru flestir nemendur komnir í hús úr sumarleyfum, sem og kennarar, og starfið því að fara í gang. Hópastarf byrjar formlega 4. september, en á eldri deildum er það þó aðeins farið í gang. Að venju er dygð haustsin vinsemd og byrjum við af krafti að æfa okkur með vinsamlegum móttökum nýrra nemenda. Aðlögun nýrra nemenda gengur einmitt mjög vel og reiknum við með því að aðlögun verði lokið í byrjun september.

  Skóladagatal Maríuborgar fyrir veturinn 2017 - 2018 er komið inn á tengilinn hér neðst á síðunni. Einnig er þar að finna tengil á starfsáætlun fyrir skólaárið. Hvetjum við alla foreldra til að lesa áætlunina vel og eins að kynna sér skóladagatalið til hlítar, en þar kemur meðal annars fram hvenær Maríuborg er lokuð vegna skipulagsdaga sem og aðrar uppákomur yfir veturinn.

  Skipulagsdagar eru 6 að venju og samkvæmt hverfastefnu Reykjavíkurborgar eru 3 þeirra á dögum sem einnig er lokað í Ingunnarskóla, en á vorin samræmum við skóladagatölin okkar.

  Skipulagsdagarnir árið 2017 - 2018 eru:

  föstudagurinn 1. september
  miðvikudagurinn 18. október - einnig lokað í Ingunnarskóla (viðtalsdagur)
  mánudagur 27. nóvember - sameiginlegur skipulagsdagur í Grafarholti og Úlfarsárdal
  mánudagur 22. janúar
  föstudagur 2. mars
  föstudagur 25. maí - einnig lokað í Ingunnarskóla (skipulagsdagur)

 • Í vor unnum við með Hverfið okkar, fórum í vettvangsferðir um hverfið og kynntum okkur hvaða starfssemi fer fram í byggingum í kringum okkur sem og landslagið sem við búum í. Verkefnið gekk afar vel og voru börnin uppfull af áhuga og vinnusemi :)

  20170602 10140020170602 10140020170602 10140020170602 10140020170602 10140020170602 10140020170602 10140020170602 10140020170602 10140020170602 10140020170602 101400

 • Við hér í Maríuborg óskum ykkur öllum gleðilegra páska!

  20170410 11151020170410 11151020170410 11151020170410 11151020170410 11151020170410 111510

 •  

  IMG 0346Öskudagurinn var haldinn með pompi og prakt 1. mars. Þá mættu nemendur og kennarar í alls kyns furðufötum og ýmis konar hlutverkum. Það var einstaklega skemmtilegt yfir að líta í salnum þegar allar fígúrurnar komu saman til að slá köttinn úr tunnunni. Þegar tunnan sprakk á endanum flæddi snakk í pokum um allt gólf og fengu allir einn poka til að gæða sér. Að lokum slóum við upp balli og dönsuðum af lífi og sál.

  Einnig héldum við upp á bollu- og sprengidag að gömlum íslenskum sið með því að borða bollur í öll mál á bolludag og sprengja okkur af saltkjötsáti á sprengidag.

Skoða fréttasafn

Foreldravefur Reykjavíkurborgar

foreldravefur