• IMG 0050

   

   

  Foreldrafélag Maríuborgar gaf leikskólanum þessar veglegu gjafir í sumar og haust og viljum við þakka kærlega fyrir velhuginn. Þetta er eins og sést vandað hljómborð, hljóðnemi á standi, hljóðfæri ýmis konar, K´nex kubbar, litakubbar á myndvarpann og námsspil.

  TAKK FYRIR OKKUR KÆRU FORELDRAR!

 • mariuborg

  Velkomin öll sömul úr sumarfríi!

  Maríuborg opnaði þriðjudaginn 9. ágúst eftir fjögurra vikna sólríkt og gott sumarfrí. Hlökkum við mikið til nýs skólaárs með nýjum og spennandi verkefnum og samveru með góðu fólki, kennurum, börnum og foreldrum :)

  Mariuborg logo

 •  

  IMG 0406

  Hún Sigrún okkar kvaddi okkur í Maríuborg í dag, en hún er að hætta eftir 14 ára starf í Maríuborg (aðeins lengur sem leikskólakennari). Hún fékk Hofsóleyjarmen í kveðjugjöf frá okkur, en að auki fékk hún að sjálfsögðu að eiga bollann sinn og Grænfána til að hafa á borðinu, en Sigrún á allan heiður að því mikla starfi sem Grænfáninn okkar byggir á.

  IMG 0427

   

  Hún gaf okkur skemmtilega bók um vináttu og þökkum við kærlega fyrir það :)

   

  Við þökkum Sigrúnu kærlega samfylgdina þessi góðu ár og óskum henni alls hins besta í framtíðinni.

 • IMG 0341

   

  Sumarhátíðin okkar var haldin þriðjudaginn 28. júní og var rífandi stemmning enda ruddum við Englendingum úr EM kvöldið áður og komumst sjálf í 8 liða úrslit! Boðið var upp á andlitsmálningu og voru margir sem báðu um íslenska fánann í sigurvímu eftir fótboltaleik gærdagsins.

  IMG 0349

  Farin var skrúðganga um hverfið og kyrjað hástöfum ÁFRAM ÍSLAND en líka sungin nokkur leikskólalög og sleginn taktur með stöfum og trommum.

  IMG 0379

  Foreldrafélagið bauð að venju upp á hoppukastala sem stóðu heldur betur undir væntingum!

  IMG 0383

  Brúðubíllinn var svo með sýningu við Guðríðarkirkju sem við fjölmenntum á.

   

Skoða fréttasafn


Foreldravefur