• Við hér í Maríuborg óskum ykkur öllum gleðilegra páska!

  20170410 11151020170410 11151020170410 11151020170410 11151020170410 11151020170410 111510

 •  

  IMG 0346Öskudagurinn var haldinn með pompi og prakt 1. mars. Þá mættu nemendur og kennarar í alls kyns furðufötum og ýmis konar hlutverkum. Það var einstaklega skemmtilegt yfir að líta í salnum þegar allar fígúrurnar komu saman til að slá köttinn úr tunnunni. Þegar tunnan sprakk á endanum flæddi snakk í pokum um allt gólf og fengu allir einn poka til að gæða sér. Að lokum slóum við upp balli og dönsuðum af lífi og sál.

  Einnig héldum við upp á bollu- og sprengidag að gömlum íslenskum sið með því að borða bollur í öll mál á bolludag og sprengja okkur af saltkjötsáti á sprengidag.

 • IMG 3095IMG 3095IMG 3095IMG 3095IMG 3095IMG 3095Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur um allt land þann 6. febrúar ár hvert.

  Í ár tókum við upp þá nýbreytni að bjóða foreldrum að taka þátt í hópastarfi barna sinna þennan dag. Afar góð mæting var og góð stemning og þökkum við foreldrum kærlega fyrir komuna!

  Dagur leikskólans hefur það að markmiði að kynna það nám og starf sem fer fram innan leikskólans og á leikskólaárunum og fannst okkur það heppnast mjög vel með þessum hætti.

 • IMG 2888IMG 2888IMG 2888IMG 2888IMG 2888IMG 2888Við héldum að venju upp á bóndadaginn þann 20. janúar.

  Öll börn leikskólans komu í litlum hópum í salinn þar sem Guðný kynnti þeim gömlu dagana með myndum, munum og tónlist. Einnig fengu allir sem vildu að smakka hákarl frá Bjarnarhöfn. Allmargir smökkuðu og nokkrum fannst hákarlinn svo góður að þau báðu um marga bita! Allir fengu að finna lyktina af hákarlinum og fannst hún misgóð.

  Seinnipartinn buðu börnin ömmum sínum og öfum í kaffi og var afar góð mæting. Þá slógum við upp harmonikkuballi í salnum þar sem ömmur, afar og börn tóku sporið af mikilli lyst.

Skoða fréttasafn

Foreldravefur Reykjavíkurborgar

foreldravefur