Leikskólinn Maríuborg

Menu
  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Fréttasafn
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Starfsáætlun, skóladagatal, námskrá
    • Leikskólastarf
    • Tákn með tali
    • Viðburðardagatal
    • Starfsfólk
    • Deildir
      • Maríustofa
        • Fréttir
        • Starfsfólk
      • Brekka
        • Fréttir
        • Starfsfólk
      • Lundur
        • Fréttir
        • Starfsfólk
      • Laut
        • Fréttir
        • Starfsfólk
      • Þúfa
        • Fréttir
        • Starfsfólk
    • Eldhús
      • Starfsfólk
    • Leikskólinn Maríuborg
  • Tónlist
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð
  • Lífsleikni
    • Markmið barnanna
    • Foreldraboðorð
    • Fréttir
    • Lífsleikni - hugmyndafræði
  • Grænfáni

Leikskólinn Maríuborg

  • Forsíða
  • Leikskólinn
    • Fréttasafn
    • Hagnýtar upplýsingar
    • Starfsáætlun, skóladagatal, námskrá
    • Leikskólastarf
    • Tákn með tali
    • Viðburðardagatal
    • Starfsfólk
    • Deildir
      • Maríustofa
        • Fréttir
        • Starfsfólk
      • Brekka
        • Fréttir
        • Starfsfólk
      • Lundur
        • Fréttir
        • Starfsfólk
      • Laut
        • Fréttir
        • Starfsfólk
      • Þúfa
        • Fréttir
        • Starfsfólk
    • Eldhús
      • Starfsfólk
    • Leikskólinn Maríuborg
  • Tónlist
  • Foreldrar
    • Foreldrafélag
    • Foreldraráð
  • Lífsleikni
    • Markmið barnanna
    • Foreldraboðorð
    • Fréttir
    • Lífsleikni - hugmyndafræði
  • Grænfáni

Grænfáni

Nánar

Umhverfissáttmáli Maríuborgar

Maríuborg er Skóli á grænni grein sem hefur náttúrvernd, umhverfismennt og lýðheilsu að leiðarljósi.

 Það gerum við með því að:

- sýna náttúrunni, umhverfinu, mönnum og dýrum virðingu, umhyggju og vinsemd.

- flokka allt sorp í viðeigandi endurvinnslutunnur og að endurnýta allt sem við getum.

- vanda umgengni bæði innan dyra og utan.

- spara rafmagn og vatn eins og hægt er.

- huga að heilbrigðu líferni, hollu mataræði, fjölbreyttri hreyfingu og geðrækt.

- halda uppi lifandi og skemmtilegum umræðum um náttúruvernd, umhverfismennt og lýðheilsu við börnin og grípa hvert tækifæri til vekja þau til umhugsunar.

 

Umhverfisnefnd, skipuð kennurum og foreldri, og Grænálfar, skipuð elstu börnum leikskólans, sjá um að umhverfissáttmálanum sé framfylgt.

Grænfánanum flöggum við á hverjum degi til að minna okkur á umhverfissáttmálann, nema í vondu veðri því við berum allt of mikla virðingu fyrir fánanum okkar til að láta hann fjúka út í veður og vind. Einnig erum við með Grænfánaskilti á vesturgafli hússins, sem snýr að bílastæðinu.

 

Markmið okkar skiptast í fjögur meginsvið, flokkun og endurvinnslu, orkunotkun, umgengni og náttúruvernd og lýðheilsu.

Flokkun og endurvinnsla

- Spörum pappír, nýtum hann vel og skilum í endurvinnslu því sem við notum ekki.

- Söfnum bylgjupappa, plasti, gleri og málmum og nýtum það sem hægt er í ýmis konar verkefni og föndur, annað sent í endurvinnslu.

- Söfnum rafhlöðum í þar til gert box og skilum til Sorpu.

- Söfnum lífrænum úrgangi í þar til gerða tunnu sem farið er með í moltugerð.

Orkunotkun

- Slökkvum ljós þar sem enginn er.

- Slökkvum á rafmagnstækjum sem ekki eru í notkun.

- Nýtum dagsbirtu eins og hægt er.

- Förum sparlega með vatnið og látum það ekki renna að ástæðulausu.

Umgengni og náttúruvernd

- Berum virðingu fyrir umhverfi okkar og göngum vel um, bæði úti og inni.

- Gerum við það sem er bilað, flokkum það sem er ónýtt á viðeigandi hátt.

- Hreinsum skólalóðina, sópum og tínum rusl.

- Fegrum umhverfi okkar, úti og inni, á fjölbreyttan hátt.

- Leggjum rækt við gróður á lóðinni okkar og sáum fyrir sumarblómum.

Lýðheilsa

- Stuðlum að fjölbreyttri hreyfingu barna og starfsfólks.

- Tökum hlýlega á móti öllum og bjóðum góðan dagin. Kveðjum einnig í lok dags.

- Höldum uppi umræðum um hollt mataræði, heilsufar og tannvernd.

- Kennum lífsleikni og sammannlegar dygðir.

- Eflum menningarlíf leikskólans með aukinni þátttöku í menningarviðburðum.

- Starfsfólk er meðvitað um samskiptasamninginn og fari eftir honum í hvívetna.

Munum að umhverfismennt er gagnslaus og einskis virði vinni kennararnir alla vinnuna án nokkurrar þátttöku eða vitundar nemendanna.

Leikskólinn Maríuborg

Maríubaugur 3, 113 Reykjavík
577-1125
mariuborg@rvkskolar.is
Sendu okkur póst
Innskráning