Á Brekku grundvallast starfið á gildum leikskólans okkar, sem eru:
LEIKUR – SAMSKIPTI – NÁMSGLEÐI.
Aðalnámskrá leikskóla er okkar leiðarljós.
Grunnþættir aðalnámskrárinnar eru:
LÆSI · SJÁLFBÆRNI · LÝÐRÆÐI og MANNRÉTTINDI · JAFNRÉTTI · HEILBRIGÐI og VELFERÐ · SKÖPUN.
SKÓLASTUND: Elstu börnin á Brekku eru öll í skólahóp og fara þau fjórum sinnum í viku í skólastund. Einu sinni í viku vinna þau með Snillingaheftið þar eru þau að læra um tölustafina og bókstafina. Tvisvar í viku vinna þau aukaverkefni sem tengjast tölustöfunum,bókstöfunum og ýmsu öðru. Einu sinni í viku eru þau að æfa sig í málleikjum af ýmsum toga. Við erum einnig í góðu samstarfi við Ingunnarskóla og Sæmundarskóla en þangað fara tilvonandi nemendur í heimsókn einu sinni í mánuði.
HÓPAHEFTIÐ okkar er, frábært og skemmtilegt kennslutæki. Það er byggt upp á þema og hugmyndum tengdum því. Meðan hluti hópsins er í skólastund vinnur hinn hlutinn að þema-verkefnum.
Námsefni LÍFSLEIKNINNAR inniheldur 12 dygðir:
ÁBYRGÐ – ÁREIÐANLEIKI – GLAÐVÆRÐ – HJÁLPSEMI – HÓFSEMI - HUGREKKI – KURTEISI – SAMKENND - SKÖPUNARGLEÐI – VINSEMD – VIRÐING - ÞOLINMÆÐI.
Á hverju hausti vinnum við með VINSEMDINA.
Við gefum hverri dygð tvo mánuði, hún er rauður þráður í leik okkar og starfi.
GRÆNFÁNINN er okkar stolt og við erum dugleg að tileinka okkur leikreglur hans.
TÁKN MEÐ TALI: Við leikum okkur og vinnum, með TMT í samverum og alla daga.
Starfsfólk Brekku

Elín Ósk Gísladóttir
Félagsliði
Emilía Diljá Stefánsdóttir
Leiðbeinandi
Berglind Björk Sigurðardóttir
Ferðamálafræðingur
Unnur Elva Traustadóttir
Leiðbeinandi
Magnea Kristín Ómarsdóttir (Magga Stína)
Háskólamenntaður sérkennari