Fjólublár er litur nóvember, en það er litur aðventunnar sem oft byrjar í nóvember og líka litur vináttubangsans okkar Blæs, eða Blævar. Í nóvember er einmitt haldið upp á baráttudag gegn einelti og því sérstaklega við hæfi að tileinka fjólabláa daginn hinum fjólbláa Blæ sem berst ötullega gegn einelti í skólum.
Sunnudaginn 10. nóvember er einnig feðradagurinn og því buðu börnin í Maríuborg feðrum sínum í kaffi þennan dag.