14. nóvember er afmæli Maríuborgar og í ár er hún 17 ára! Af því tilefni voru mikil hátíðarhöld í skólanum, við fengum afmælismat og afmælisköku í kaffinu. Birgitta Haukdal kom og las fyrir börnin, ásamt Ljónsa og Láru sem hún skrifar um, og svo að sjálfsögðu var hið hefðbundna hattaball í salnum.
Gosi, sem á heima á skrifstofunni er jafngamall Maríuborg og fékk að venju afmælishatt, en í ár fékk hann einnig ökuskírteini, enda orðinn 17 ára.