18 ára afmæli leikskólans var laugardaginn 14. nóvember og af því tilefni vorum við með afmælishátíð og hattaball á deildum föstudaginn 13. nóvember. Við fengum pylsur í hádegismat og súkkulaðiköku í síðdegishressingunni. En það var fleira skemmtilegt að gerast hjá okkur á föstudaginn vegna þess að við fengum afhentan fjórða grænfánann okkar. Hún Sigurlaug Arnardóttir frá Landvernd kom í heimsókn til okkar og afhenti okkur fánann úti í garði í dásemdar veðri. Helga Rún starfsmaður á Þúfunni frumflutti "Umhverfislag Maríuborgar" af þessu tilefni og börnin sungu hástöfum með. Hérna eru nokkrar myndir sem við tókum af því tilefni.